
■ Tvö símtöl í gangi
Til að geta notað þessa aðgerð verður farsíminn að styðja sniðið
Bluetooth Hands-Free 1.5, og tækið verður að vera stillt á símtal í bið.
Símtal í bið er sérþjónusta.
Til að svara símtali í bið og slíta virka símtalinu ýtirðu á valtakkann.
Til að svara símtali í bið og setja virka símtalið í bið ýtirðu á valtakkann og
heldur honum inni í tvær sekúndur.
Til að slíta virka símtalinu og gera símtal í bið virkt ýtirðu á valtakkann.
Til að skipta milli virka símtalsins og símtals í bið ýtirðu á valtakkann og
heldur honum inni í tvær sekúndur.