
■ Titringur valinn
Hægt er að láta hljóðmöskvann titra við ýmsar aðstæður.
Til að velja tiltekna titringsstillingu meðan símtal fer fram (þegar ekkert
annað símtal er í bið) skaltu ýta á valtakkann og halda honum inni í tvær
sekúndur einu sinni eða oftar:
• Ef hljóðmöskvinn pípir einu sinni titrar hann þegar þú ýtir á takka eða
hringt er í þig.
• Ef hljóðmöskvinn pípir tvisvar titrar hann þegar þú ýtir á takka.
• Ef hljóðmöskvinn pípir þrisvar titrar hann þegar hringt er í þig. Þetta er
sjálfgefna stillingin.
• Ef hljóðmöskvinn pípir fjórum sinnum er slökkt á titringnum.