
■ Stillingum eytt eða endurstillt
Til að eyða stillingum á pörun, hljóðstyrk hljóðmöskva, tóngjafa og titringi
úr hljóðmöskvanum skaltu kveikja á honum og halda valtakkanum og
takkanum til að hækka hljóð inni í um fimm sekúndur. Stöðuljósið lýsir
tvisvar til skiptis með rauðum, grænum og bláum lit og hljóðmöskvinn fer
í pörunarstillingu.
Til að endurstilla hljóðmöskvann ef hann hættir að virka, jafnvel þótt hann
sé hlaðinn, skaltu tengja hann við hleðslutæki á meðan þú heldur
valtakkanum inni. Stillingarnar eyðast ekki þótt hann sé endurstilltur.