Wireless Loopset LPS 5 - Að parast við og tengjast öðru tæki

background image

Að parast við og tengjast öðru tæki

Ef síminn þinn styður A2DP Bluetooth snið og er með tónlistarspilara er
einnig hægt að nota hann til að spila tónlist um hljóðmöskvann.

Styðji síminn ekki A2DP Bluetooth snið er hægt að para hljóðmöskvann
við símann og síðan við tónlistarspilara sem styður þetta snið. Hafir þú
parað og tengt hljóðmöskvann við símann skaltu taka hljóðmöskvann úr
sambandi áður en þú parar hann við tónlistarspilarann.

1. Gakktu úr skugga um að kveikt sé á símanum eða tónlistarspilaranum.

2. Til að para hljóðmöskvann við tæki, hafi það ekki verið gert áður, skaltu

kveikja á hljóðmöskvanum. Hljóðmöskvinn fer í pörunarstillinguna og
bláa stöðuljósið blikkar hratt.

Þegar hljóðmöskvinn er paraður, hafi hann ekki fyrr verið paraður við
annað tæki, skaltu gæta þess að slökkt sé á honum, og halda síðan
valtakkanum inni (í rúmlega fimm sekúndur) þar til bláa stöðuljósið
blikkar hratt.

background image

T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n

10

3. Eftir u.þ.b. fimm mínútur skaltu gera Bluetooth-tenginguna virka í

símanum eða tónlistarspilaranum og stilla á leit að öðrum Bluetooth-
tækjum. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók tækisins.

Ef pörun hefur ekki hafist innan fimm mínútna slokknar á
hljóðmöskvanum.

4. Veldu hljóðmöskvann (Wireless Loopset LPS-5) af listanum yfir fundin

tæki í símanum eða tónlistarspilaranum.

5. Ef nauðsyn krefur skaltu slá inn lykilorðið 0000 til að para og tengja

hljóðmöskvann við tækið. Ef tækið er ekki með takkaborð getur verið
að það noti sjálfkrafa þetta lykilorð.

Í sumum tækjum gæti þurft að koma tengingunni á að pörun lokinni.

Ef pörun tekst birtist hljóðmöskvinn á valmynd tækisins þar sem þú getur
séð hvaða Bluetooth-tæki eru pöruð.

Þegar hljóðmöskvinn hefur tengst tækinu þínu og er tilbúinn til notkunar
blikkar bláa stöðuljósið hægt.

Hægt er að para hljómöskvann við allt að átta tæki en aðeins er hægt að
tengja hann við eitt tæki í einu.