Wireless Loopset LPS 5 - 1. Inngangur

background image

1. Inngangur

Þráðlausi Nokia-hljóðmöskvinn LPS-5 er hannaður fyrir fólk með
heyrnartæki svo að það geti notað samhæfan farsíma eða tónlistarspilara
með heyrnartæki sem búið er talspólu (telecoil).

Þegar hljóðmöskvinn er notaður í símtölum er hægt að tala beint inn í
innbyggða hljóðnemann og ekki þarf að halda símanum við eyrað.

Hægt er að nota þennan hljóðmöskva með samhæfum tækjum sem styðja
þráðlausa Bluetooth-tækni. Hljóðmöskvinn flytur hljóð þráðlaust frá
símanum í heyrnartækið sem er í T-stillingu. Hljóðgæðin fara eftir
heyrnartækinu sem notað er og utanaðkomandi rafsegulstruflanir geta
haft áhrif á þau.

Lestu þessa notendahandbók vandlega áður en hljóðmöskvinn er tekinn í
notkun. Lestu einnig notendahandbókina sem fylgir tækinu sem þú tengir
við hljóðmöskvann.

Nýjustu útgáfu notendahandbókarinnar og viðbótarupplýsingar um
Nokia-vöruna þína er að finna á www.nokia.com/support eða vefsvæði
Nokia í heimalandi þínu. Nánari upplýsingar um hljóðmöskva og aðrar
lausnir, sjá www.nokiaaccessibility.com (á ensku).

Varan getur innihaldið smáhluti. Þá skal geyma þar sem lítil börn ná
ekki til.

Yfirborð þessa tækis felur ekki í sér nikkel.

background image

I n n g a n g u r

6